Styrkur úr Loftslagssjóði ungs fólks hjá Reykjavíkurborg

Fulltrúar úr umhverfisnefnd MS, ásamt FÁ og félagi Sameinuðu þjóðanna, fóru í gær í Höfða og tóku á móti styrk til að vinna að verkefninu Draumur um jökla. Verkefnið er samstarfsverkefni Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, FÁ og MS og fjallar um það hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á jökla og er ætlunin að fara í ferð á jökul og vinna að myndbandi um málefnið sem á að höfða til ungs fólks. Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti styrkinn.