Stundatöflur haustannar tilbúnar

Stundatöflur haustannar fyrir nemendur á stúdentsbrautum eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 13:00 föstudaginn 25. ágúst.

Athugið:

Nemendur á öðru ári eru allir með fjóra áfanga í töflu. Fá fimmta áfangann ýmist á vetrar- eða vorönn.

Leiðbeiningar um hvernig töflubreytingabeiðnir eru framkvæmdar má finna hér.

Að vanda eru hópar þéttsetnir og því lítið svigrúm til töflubreytinga. Mikilvægt er að hafa í huga að ósk um töflubreytingar er eingöngu tekin til skoðunar ef nemandi:

  1. telur sig vera með ranga áfanga í töflu miðað við námslínu og val.
  2. er með færri en 5 áfanga í töflu og það tefur námslok á næstu önnum (gildir þó ekki um nemendur sem eru í námsframvinduúrræði).
  3. er í eða búin/ð/nn með fjarnám í sama áfanga og er í töflu nemenda.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir hver þéttleikinn er í hverjum hópi fyrir sig en miðað er við að hópastærð í bóklegum áföngum fari ekki yfir 28 og í listgreinum ekki yfir 17. Rauðlitaðir hópar eru því fullbókaðir. Í töflunni er raðað eftir stokkum og geta nemendur sem þurfa að óska eftir töflubreytingum því nýtt sér hana til leiðsagnar.