Starfendarannsóknir í MS tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna

Það gleður okkur að tilkynna að Menntaskólinn við Sund er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Skólinn hlýtur tilnefninguna fyrir starfendarannsóknir, sem hafa verið stundaðar við skólann síðan 2005. Hér á síðunni má lesa nánar um starfendarannsóknir sem unnar hafa verið í skólanum. Nánar má lesa um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna hér. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum þann 8. nóvember.