Nú getur staðkennsla í íþróttum hafist á ný í MS. Skipulag stundatöflu verður að öðru leyti óbreytt að því gefnu að ástandið haldist stöðugt. Kenndir eru fjórir tímar í morgunstokki og þrír tímar eftir hádegi. Nemendur á fyrsta námsári sem eru í íþróttum í miðstokki mæta því aðeins í seinni tímann sem hefst kl. 11:25 (geta mætt frá 11:10). Aðrir nemendur mæta í íþróttir samkvæmt stundaskrá í Innu.
Íþróttasalnum verður skipt upp í tvö sóttvarnarhólf með tjaldi á milli. Búningsklefar verða áfram lokaðir. Piltar ganga inn í salinn frá ganginum við íþróttahúsið og stúlkur fara inn frá Andholti (Gamli aðalinngangur). Kennslutíminn verður notaður til mælinga og því verður ekki um hefðbundna íþróttakennslu að ræða. Hver nemandi tekur sína mælingu og yfirgefur svo salinn að því loknu.
Nemendur þurfa að gæta að sóttvörnum, grímuskylda er í salnum auk þess sem að spritta þarf hendur á undan og eftir.
Frá 25. janúar til 12. febrúar þarf ekki að skila inn skjáskotum í íþróttum. Eigi nemendur eftir að skila skjáskotum frá fyrri vikum þurfa þeir að gera það sem fyrst.
með bestu kveðju
íþróttakennarar og stjórnendur MS