Skólafélagið styrkir Neistann

Skólafélagið hélt á dögunum góðgerðaviku þar sem nemendur söfnuðu áheitum með ýmsum gjörningum. Allur ágóði góðgerðavikunnar rann til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Meðal annars borguðu nemendur fyrir að kasta rjómatertum framan í kennara sína, þrír vaskir garpar hjóluðu til Hveragerðis og tilbaka, farið var í pílukast, ferðast um á línuskautum, hár snyrt og haldið góðgerðarbingó. Hagsmunaráð afhenti Neistanum afraksturinn, um 270.000 krónur, og óskum við nemendum til hamingju með vel heppnaða góðgerðaviku.