Samfélagslöggan í heimsókn

Samfélagslöggan var í húsi í vikunni og heimsótti alla nýnema í Krossgötum. Samfélagslöggan er forvarnaverkefni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og miðar að því að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega. Nemendur fengu fræðslu og spurðu mjög flottra spurninga. Einnig fengu þau sem vildu að máta skotheldu vestin eða að prófa að setja handjárn á félaga sína. Við þökkum Samfélagslöggunni fyrir komuna.