Rannsóknir á húsakosti MS

Skólanum hafa undanfarið borist nokkrar ábendingar þess efnis að nemendum og starfsfólki skólans líði ekki vel á vissum stöðum í skólanum og gruni mögulega húsasótt. Ríkiseignir, eigendur hússins, hafa pantað úttekt frá EFLU og er úttekt hafin á einstaka svæðum. Reiknað er með að henni ljúki í lok nóvember.

Haft er stöðugt eftirlit með skólahúsnæðinu hér í MS sem er bæði gamalt og nýtt. Í fyrra vetur var gerð úttekt á rakamálum í öllu húsinu sem leiddi til viðgerða í sumar sem leið, en niðurstöður sýndu ekki fram á myglu.

Meðal aðgerða sem farið var í:

* Nýtt dren lagt í kringum íþróttahúsið og Þrístein
* Niðurföll endurnýjuð á þaki Þrísteins
* Lagnir fyrir yfirborðsvatn fóðraðar að innan
* Ný frárennslislögn lögð í gegnum húsið út í brunn
* Múrverk utan húss yfirfarið, fyllt í sprungur og málað

Í næsta fasa verður farið í að endurnýja alla glugga sem eru frá byggingartíma elsta hluta skólans, þ.e. í Loftsteini, Jarðsteini og Þrísteini.

Um leið og frekari niðurstöður liggja fyrir verður upplýst um frekari áætlanir og aðgerðir.