Eins og plast er nytsamlegt til margra hluta þá er stærsti ókostur þess að það brotnar seint og illa niður í náttúrunni með tilheyrandi mengun og áhættu fyrir lífríkið. Átakið plastlaus september er tilraun til þess að koma á vitundarvakningu um hættuna sem stafar af plastúrgangi. Menntaskólinn við Sund legggur mikla áherslu á umhvefismál. Umhverfisfræði er skyldunám við skólann og skólinn færir grænt bókhald og vinnur í samræmi við græn skref í ríkisrekstri. Því vill skólinn hvetja nemendur sem og starfsmenn til þess að gera allt sem hægt er til að draga úr notkun á plasti. Notum margnota innkaupapoka, veljum ef hægt er frekar vörur sem ekki eru innpakkaðar í plast og þegar það er hægt skiljum umbúðir eftir hjá söluaðila. Flokkum og skilum!
Hægt er að lesa meira um Plastlausan september á vef Landverndar en þar má m.a. fræðast um hvernig plast hefur áhrif á líf og náttúru og hvernig við getum lagt okkar af mörkum til að draga úr plastmengun.