Opnu húsi í Menntaskólanum við Sund, sem átti að vera mánudaginn 9. mars, hefur verið frestað

Opnu húsi í Menntaskólanum við Sund, sem átti að vera mánudaginn 9. mars, hefur verið frestað.


Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta opnu húsi sem átti að verða 9. mars í Menntaskólanum við Sund til 27. apríl næstkomandi.

Ákvörðun þessi er tekin vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna dreifingar á kórónuveirunni. nemendur og forráðamenn þeirra sem áhuga hafa á skólanum okkar eru beðnir afsökunar á þessum óþægindum en eru einnig hvattir til þess að kynna sér vel þær upplýsingar sem eru á vef skólans, www.msund.is um nám í MS, inntökuskilyrði og innritun. Hægt er að senda póst á netfang skólans; msund@msund.is með fyrirspurnir varðandi inntöku nemenda og nám í MS.

Að lokum eru allir beðnir um að fylgjast vel með fréttum á vef skólans varðandi framvinduna.

Bestu kveðjur, Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólans við Sund