MS opnar aftur fyrir staðnám

Kæru nemendur og forráðamenn 

Nú er fyrsti skóladagurinn að loknu jólafríi afstaðinn og vonum við að hann hafi verið ykkur ánægjulegur. Við viljum minna á að frá og með miðvikudeginum 6. janúar hefst staðnám aftur í MS og því tekur mætingarskylda aftur gildi. Kennarar munu þá aðeins kenna í skólastofunum og hætta kennslu á Teams, þó verður reynt að koma til móts við þá nemendur sem ekki geta mætt í skólann af óviðráðanlegum orsökum. Æskilegt er að þeir nemendur og forráðamenn sem hafa fyrirspurnir um þetta efni sendi þær sem fyrst á skrifstofu skólans, msund@msund.is

Eftir hádegi þriðjudaginn 5. janúar fá nemendur nánari upplýsingar um skipulag skólastarfs á sóttvarnartímum og þjónustu í skólanum.

 Bestu kveðjur Stjórnendur MS