Kæru nemendur og aðstandendur
Nú er erfiður vetur vonandi horfinn í aldanna skaut og vorverkin í skólastarfinu tekin við. Valdagurinn er nýafstaðinn og fór hann fram með breyttu sniði að þessu sinni. Nemendur fóru í gegnum ferlið með rafrænum hætti og fór þetta allt fram með miklum sóma. Nú hafa hátt í 90% nemenda skilað inn sínu valblaði rafrænt og þurfa hinir sem ekki hafa skilað að hafa samband við Dögg skrifstofustjóra (dogga@msund.is) sem fyrst og mun hún aðstoða viðkomandi.
Skólastarfið mun halda áfram með óbreyttu sniði næstu vikurnar og hvetjum við nemendur til að halda áfram að stunda námið af metnaði og samviskusemi. Nú eru eftir aðeins 14 kennsludagar af vorönn og endaspretturinn framundan með því álagi sem þeim tíma fylgir jafnan, vaxandi hugarfar og seiglan verða því í lykilhlutverki næstu vikurnar!
Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel og sigrast á mörgum hindrunum á þessari önn, við vitum að þetta hefur reynst mörgum erfiður tími og nú sér loks til lands. Við erum í stöðugu sambandi við kennara og það er okkar trú að við munum í annarlok geta litið til baka með stolti og ánægju.
Í lokin minnum við á þjónustu námsráðgjafa. Ef það er eitthvað sem þið viljið fá aðstoð með varðandi námið ekki hika að hafa samband við Björk (bjorke@msund.is) og óska eftir pósti/símtali.
Bestu kveðjur, Stjórnendur MS