Miðvikudagspóstur 20. maí 2020

Kæru nemendur og aðstandendur


Nú er komið að okkar næst síðasta miðvikudagspósti sem þýðir að þessari sögulegu vorönn er brátt að ljúka. Margir eru væntanlega fegnir að í dag er síðasti kennsludagur á vorönn 2020 sem mun verða eftirminnileg um langan tíma. Hjá sumum nemendum var þetta síðasti kennsludagur í MS en góður hópur nemenda mun útskrifast frá skólanum þann 30. maí næstkomandi.
Hér fylgja nokkrar hagnýtar upplýsingar
Matsdagar:
Föstudaginn 22. maí og mánudaginn 25. maí eru matsdagar og munu einhverjir nemendur þreyta sjúkrapróf í einstaka greinum þessa daga. Yfirlit yfir dagskrá matsdaga verður birt á heimasíðu skólans.
Einkunnir:
Námsmat verður með hefbundnu sniði, skráðar verða einkunnir í heilum tölustöfum og nemandi þarf að ná að lágmarki 5.0 til að ljúka áfanga. Einkunnir birtast á Námsnetinu jafn óðum en formleg einkunnabirting í Innu verður þriðjudaginn 26. maí kl. 20.
Námsmatssýning:
Nemendur geta að þessu sinni gert athugasemdir við námsmat í einstökum greinum með tölvupósti til viðkomandi kennara (ath sér skilaboð frá íþróttakennurum). Athugasemdin þarf að vera rökstudd og hafa borist kennaranum í síðasta lagi kl. 12 fimmtudaginn 28. maí. Kennarar munu bregðast við skriflega.
Brautskráning:
Fer fram í Háskólabíói laugardaginn 30. maí kl 10:30. Vegna takmarkana á samkomuhaldi verður athöfnin aðeins fyrir útskriftarnemana sjálfa og engir gestir í salnum. Athöfninni verður streymt.
Kennslukönnun:
Við minnum ykkur á að fara inn á Námsnetið og taka þátt í kennslukönnuninni sem er opin út föstudaginn. Allt of fáir nemendur hafa tekið þátt að þessu sinni, en þetta er mikilvægur liður í sjálfsmati MS sem er notað til þess að bæta skólastarfið.

Að lokum óskum við ykkur góðs gengis og vonum að þið njótið sumarsins og frítímans.
Með bestu kveðju
Stjórnendur