Menntagátt opin fyrir umsóknir um skólavist fyrir vorönn 2021

Menntaskólinn við Sund hefur ákveðið að opna fyrir innritun fyrir vorönn 2021. Ljóst er að takmarkað svigrúm er í skólanum að þessu sinni til að bæta við nemendum og því munu að hámarki verða innritaðir 10 nemendur inn á vorönn 2021. Lokað verður fyrir umsóknir á miðnætti þann 7. febrúar 2021. Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum Menntagátt.

Við röðun umsókna gilda eftirfarandi viðmið:

  1. Umsækjendur undir 18 ára aldri eru í forgangi.
  2. Umsækjendur með eðlilega námsframvindu og nám sem fellur vel að námskrá MS eru í forgangi.
  3. Sérstaklega er litið til ástundunar og einkunna í kjarnagreinum (dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði).

Nemendum annarra skóla sem enn hafa ekki lokið áföngum er ráðlagt að bíða fram í maí og sækja um nám á haustönn 2021.

Virðingarfyllst, stjórnendur MS