Í gær voru haldnar frábærar Menntabúðir í MS þar sem starfsfólk kynnti fjölbreytt þróunarverkefni og aðferðir til náms og kennslu sem það hefur verið að prófa sig áfram með í haust. Meðal annars var fjallað um rannsókn á því hvað nemendum þykja vera verðug verkefni í stærðfræði, tilraunir með hugsandi skólastofu og aðferðir til að efla trú nemenda á eigin getu í stærðfræði. Þá var fjallað um miðlalæsi í ensku þar sem nemendur læra aðferðir til skoða efni á samfélagsmiðlum með gagnrýnum augum, fjölbreyttar aðferðir sem ýta undir leiðsagnarnám í sögu, frönsku og íslensku og aðferðir sem ýta undir samvinnu, réttlæti, jöfnuð og lýðræði í skólastofunni. Félagsmálastjóri sagði frá sínum verkefnum með nemendafélaginu, sagt var frá tölfræðirannsóknum nemenda á svefni og símanotkun og loks var sagt frá Nordplus áfanga sem kenndur var á haustönn og fól í sér samstarf við nokkra skóla á Norðurlöndunum.
Það er ljóst að það er mikil gróska í MS og fólk tilbúið til að deila því sem það er að gera og þróa áfram með það fyrir augum að bæta árangur nemenda í skólanum, sem eru einmitt undirstöður öflugs lærdómssamfélags.


