Matsdagar og lok vetrarannar 2018-19

Framundan er síðasta vika vetrarannar 2018-19. 

 Mánudagurinn 18. febrúar og þriðjudagurinn 19. febrúar eru síðustu matsdagar annarinnar og hér að neðan má sjá dagskrá yfir sjúkrapróf og slíkt.  

Miðvikudaginn 20. febrúar eftir kl. 16:00 birtast einkunnir vetrarannir í INNU.

Fimmtudaginn 21. febrúar er námsmatssýning frá kl. 12:00-13:00. Þá geta nemendur hitt kennara sína og fengið að skoða sundurliðað námsmat.

Stundatöflur vorannar verða til smámsaman í Innu. Endanlegar töflur liggja fyrir mánudaginn 25. febrúar.

  Mánudaginn 25. febrúar hefst vorönn 2019: Allir nemendur eiga að mæta á umsjónarfund kl. 10.

Þriðjudaginn 26. Febrúar hefst kennsla samkvæmt stundaskrá vorannar.