Kórónaveiran er komin til landsins - Þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eiga að gera eftirfarandi

Ein­stak­ling­ar sem finna fyr­ir veik­ind­um og hafa mögu­lega verið ber­skjaldaðir fyr­ir smiti vegna t.d. ferðalaga eru hvatt­ir til að hringja í 1700 (fyr­ir er­lend síma­núm­er: +354 544-4113) til að fá leiðbein­ing­ar. Þeir sem hafa verið í nánu sam­neyti við ein­stak­linga með staðfesta eða lík­lega sýk­ingu verða sett­ir í sótt­kví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á und­an­förn­um dög­um til skil­greindra áhættu­svæða. Ítar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hina nýju kór­ónu­veiru er að finna á landla­ekn­ir.is og jafn­framt upp­lýs­ing­ar um skil­greind áhættu­svæði.