Könnunin ungt fólk 2021 lögð fyrir 29. október

Rannsóknir og greining leggja reglulega fyrir viðamikla spurningakönnun sem beinist að nemendum í framhaldsskólum á Íslandi. Markmiðið er að afla gagna um líðan og skoðanir ungs fólks og hafa þessi gögn reynst okkur skólafólki afar vel. Þess vegna viljum við leggja okkar að mörkum og freista þess að sem allra flestir nemendur taki þátt. Að þessu sinni má segja að sjaldan hafi aðstæður kallað eins innilega á gagnaöflun og mælingum á líðan nemenda og vil ég því hvetja ykkur öll til að leggja ykkar af mörkum. Við þetta má bæta að núna mun hver skóli fá sérstaka úrvinnslu fyrir sína nemendur og því viljum við endilega að sem allra flestir taki þátt. Helstu atriðin:

  • KÖNNUNIN VERÐUR LÖGÐ FYRIR Í KENNSLUSTUND KLUKKAN 10.45 FÖSTUDAGINN 29. OKTÓBER NÆSTKOMANDI!
  • Könnunin fer fram rafrænt.
  • Það tekur nemendur um 40 mínútur að ljúka könnuninni.
  • Könnunina má fylla út á borð- eða fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
  • Nemendur taka könnunina á skólatíma og í kennslustund, hvort heldur sem þeir eru staddir í kennslustund í skólanum eða heima hjá sér í gegnum fjarfundabúnað.
  • Æskilegt er að sem flestir nemendur dagskóla sem hafa tök á taki þátt í könnuninni. Þetta tryggir að niðurstöður hvers skóla verði eins áreiðanlegar og hægt er og gefi sem besta mynd af stöðu innan skólans.
  • Hver skóli fær sínar niðurstöður sendar fljótlega eftir fyrirlögnina.

Hlekkur á könnun: https://survey.alchemer.eu/s3/90389281/UF21