Kennslukönnun haustannar er opin á Námsnetinu

Með þátttöku í kennslukönnun gefst nemendum Menntaskólans við Sund kostur á að meta nám og kennslu í skólanum og leggja þar með sitt af mörkum til að bæta skólastarfið.

Könnunin er opin frá 30. október - 8. nóvember og verða svörin birt kennurum eftir að einkunnir liggja fyrir.


Láttu ekki þitt eftir liggja!