Kennsla hefst 24. ágúst

Kennsla í MS hefst á mánudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá. Næstu vikur verður námið blanda af fjar-og staðnámi þar sem hálfur námshópur verður boðaður í einu og munu kennarar sjá um það skipulag. Staðnámið fer fram í morgun- og eftirmiðdagstímum (stokkum) auk þess sem nemendur fá verkefni sem þeir þurfa að leysa í stað beinnar kennslu í miðstokki.

 Skólastarf haustsins mun taka mið af sóttvarnarreglum hverju sinni . Nemendur eru vinsamlega beðnir um hafa rakningarappið í símum sínum og sinna vel persónulegum sóttvörnum.