Jafnréttisvika í MS

Vikuna 20.-24. janúar er jafnréttisvika í MS. Jafnréttisvikan er tileinkuð því að vekja athygli á jafnréttismálum og stuðla að auknu jafnrétti innan skólans. Þema jafnréttisvikunnar í ár er kynjahlutverk og hefur feministaráð SMS útbúið heimasíðu til að vekja athygli á málefninu og dagskrá vikunnar. Jafnréttisvikan er skipulögð af feministaráði SMS og jafnréttisnefnd skólans.

Í vikunni stendur feministafélagið fyrir ýmsum viðburðum sem tengjast jafnrétti.