Íþróttavika Evrópu í MS

MS tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu sem styrkt er af Evrópusambandinu í gegnum ÍSÍ.

Fjölbreytt dagskrá er í gangi í vikunni, í dag fór fram armbeygjukeppni í frímínútum og í hádeginu verður fræðsla fyrir nemendur frá Sentia. Í kvöld heldur íþróttaráð svo stinger mót í skólanum. Á föstudag keppa nemendur og kennarar í plankakeppni í frímínútum og svo mætir Þorgrímur Þráinsson til okkar í hádeginu og heldur fyrirlestur.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Nemendur eru því hvattir til að hjóla eða ganga í skólann þessa daga!