Hafmey með bestu markaðssetningu

Fyrirtækið Hafmey sem tók þátt í keppni Ungra frumkvöðla hlaut verðlaun fyrir bestu markaðssetninguna.  Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.  Samkeppnin í ár var mjög mikil þar sem 120 fyrirtæki tóku þátt en aðeins 10 fyrirtæki fengu verðlaun.   Stöllurnar eru í áfanganum Fyrirtækjasmiðjan sem er lokaáfangi og lokaverkefni nemenda á Hagfræði-stærðfræði námslínu.  Nemendur í þessum áfanga mynda hópa og stofna sitt eigið fyrirtæki og reka. Við rekstur fyrirtækjanna nota nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum svo sem bókfærslu, hagfræði og stærðfræði