Góðgerðavika SMS

Skólafélag Menntaskólans við Sund stendur fyrir góðgerðaviku þessa dagana. Í góðgerðavikunni safna nemendur áheitum með ýmsum gjörningum og rennur allur ágóðinn til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Í gær hjóluðu nemendur úr stjórn skólafélagsins til Hveragerðis og aftur tilbaka til að safna áheitum. Hér má fylgjast með för hjólreiðamannanna Þorvalds Nóa Tobiassonar Klose, Karls Ottós Olsen og Viktors Arnar Ingvarssonar.

Þau sem vilja heita á hjólreiðamennina og styrkja um leið Neistann, geta lagt inn á reikning skólafélagsins, 0338-26-570489 kt 570489-1199 með skýringunni mission.