Gleði í MS á afmælisdegi skólans 1. október

Það var gleði í MS þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skólans. Formleg dagskrá var í Holti, matsal skólans og þar ávörpuðu okkur þær Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og fóru þær báðar á kostum. Lilja Dögg beindi orðum sínum til nemenda og hvatti þá til þess að nýta tækifærin, leita að ástríðu sinni og takast á við það sem þeim þætti skemmtilegt. Katrín, sem er fyrrum nemandi við MS og ármaður skólans rifjaði meðal annars upp menntaskólaárin, svarthvítar myndir, samfélagsmiðla og  snúrusíma.  Auk þeirra hélt rektor skólans ávarp og fulltrúar 30 ára og 40 ára stúdenta færðu skólanum veglegar gjafir sem við erum afskaplega þakklát fyrir. Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Signý Sæmundsdóttir glöddu gesti með tónlist . Við lok athafnar var gestum boðið að þyggja veitingar og að ganga um skólann. Kærar þakkir til allra sem glöddust með okkur á þessum degi og þá þökkum við góðar kveðjur og þann hlýhug sem okkur hefur verið sýndur.