Fyrirtækjasmiðja MS vorið 2021

Þrjú fyrirtæki í Fyrirtækjasmiðju MS eru komin á topp 20 af 126 fyrirtækjum sem tóku þátt í JA-keppni ungra frumkvöðla 2021. Fyrirtækin eru: Glóey sem framleiðir kortaveski úr gömlum gallabuxum, Hylja sem framleiðir tölvutöskur úr endurunninni loðnunót og Æviskeið sem framleiðir hringi úr gömlum silfurhnífapörum. Við óskum þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur!

Fyrirtækið Hylja samanstendur af nemendunum: Arnari Ísaki Benediktssyni, Jökli Jónssyni, Hafliða Jökli Jóhannessyni , Halldóri Frey Grettissyni og Jakobi Tjörva Waagfjörð.  Hér má sjá kynningarmyndband af vörunni og framleiðsluferlinu.

Fyrirtækið Glóey samanstendur af nemendunum Önju Ísis Brown, Sarlote Sirvyte, Tönju Styrmisdóttur, Margréti Þ. E. Einarsdóttur, Kristínu Björgu Arnarsdóttur. Hér er kynningarmyndband Glóeyjar

Fyrirtækið Æviskeið samanstendur af nemendunum Fróða Þórðarssyni, Möggu Maríu Svansdóttur,
Ísabellu Svavarsdóttur, Svölu Lind Örlygsdóttur, Viktoríu Þóru Jónsdóttur. Sjá kynningarmynd Æviskeiðar hér