Fyrirbyggjandi aðgerðir í Menntaskólanum við Sund vegna smithættu - uppfært 11.3.2020

Þegar smitsjúkdómar herja á okkur eru staðir eins og Menntaskólinn við Sund áhættusvæði. Hér koma saman á hverjum degi hundruðir einstaklinga sem eru í nánu og miklu samneyti á meðan skólastarf varir. Því er afar mikilvægt að allir sem koma í skólann þekki helstu smitleiðir og viti til hvaða aðgerða á að grípa til svo smithættan verði sem minnst.  Vegna þessa hefur skólinn tekið eftirfarandi saman:


Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna smithættu

Menntaskólinn við Sund leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk skólans gæti ítrustu varkárni  vegna smithættu komi kórónaveiran til landsins. Vakin er athygli á því að landlæknisembættið uppfærir reglulega viðbragðasáætlun sína eftir því sem dreifing veirunnar verður meiri. Sjá nánar á [landlæknisembættið].

Aðgerðir Menntaskólans við Sund til að draga úr smithættu

1. Sótthreinsun/handhreinsun: Búið er að setja upp á nokkrum stöðum í skólanum sprittbrúsa með sótthreinsivökva og eru allir hvattir til þess að nota þá reglulega. Þá hefur skólinn þegar sett upp fjölda  gólfstanda fyrir sprittbrúsa sem settir hafa verið við kaffistofu, framan við snyrtingar, við matsal og innganga að skólanum. Skólinn hvetur alla til þess að þvo sér vel um hendur með sápu og spritti og gæta ítrasta hreinlætis. Sjá nánar um leiðir til að draga úr sýkingarhættu: Covid-19 Dregið úr sýkingarhættu. .pdf

2. Sérstök sótthreinsun flata sem margir snerta:  Sett hefur verið upp aðgerðaáætun um hreinsun flata sem margir snerta á hverjum degi. Það sem hér ræðir er: Sótthreinsun borða í matsal skólans og á kaffistofu starfsfólks, hreinsun borða í kennslustofum, hreinsun borða í fundarherbergjum, sótthreinsun á snyrtingum, hreinsun hurðahúna að stofum og öðrum rýmum, hreinsun lyftuhnappa, Hreinsun æfingatækja í tækjasal skólans, hreinsun lyklaborða við tölvur skólans. Þá sótthreinsar skólinn afgreiðsluborð í móttöku skrifstofu og á bókasafni skólans  og snertifleti ljósritunarvéla,

  • Borð í matsalnum verða sótthreinsuð daglega klukkan 11 að morgni áður en hádegisörtröðin byrjar. Nemendur eru beðnir um að auðvelda sótthreinsunina með því að ganga vel um og losa borð sem þarf að þrífa.
  • Sótthreinsun á snyrtingum hefur verið bætt við dagleg almenn þrif á snyrtingunum
  • Sótthreinsun borða á kaffistofu er framkvæmd um klukkan 11 hvern morgun
  • Sótthreinsun lyklaborða sem margir snerta er framkvæmd daglega
  • Hurðahúnar eru sótthreinsaðir daglega
  • Bætt hefur verið við sótthreinsun á borðum í kennslustofum ofan á almenn þrif þeirra
  • Boltar í íþróttasal MS sem notaðir eru í kennslu eru sótthreinsaðir eftir notkun
  • Í mötuneyti skólans er hætt með alla sjálfsafgreiðslu vegna smithættu
  • Skólinn metur hverju sinni allar beiðnir um samkomur og fundi í ljósi áhættu á smiti og endurskoðar reglulega hvort breyta eigi áætlunum um námsferðir, fundi og móttöku gesta

3. Bann við dreifingu sælgætis/matvæla í umbúðum sem margir snerta

4. Útlán á smáhlutum á skrifstofu: Dregið verður eins og unnt er úr útlánum á smáhlutum á skrifstofu en töflutúss og annað sem verður lánað út verður sótthreinsað fyrir afhendingu.

5. Fræðsla fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans: Sett hefur verið upp áætlun um að fræða og upplýsa þá sem starfa í MS, nemendur og forráðamenn þeirra um fyrirbyggjandi aðgerðir sem landlæknisembættið leggur til að gripið verði til og hefur skólinn í þessu samhengi sett upp plaköt í skólanum, og nýtt tölvusamskipti og heimasíðu skólans og aðra vefmiðla til að vekja athygli á fyrirbyggjandi aðgerðum og hvernig ber að haga sér vakni upp grunsemdir um smit.

6. Aðgerðaáætlun  MS gegn dreifingu veirunnar: Í Öryggisnefnd skólans og á fundum stjórnenda hans hefur þegar verið rætt um hvernig skólinn geti undirbúið sig versni ástandið og lýst verði yfirtakmörkunum á fjölda á samkomum og verið er að útbúin aðgerðaáætlun ef nauðsyn er að breyta skólastarfinu vegna tilmæla yfirvalda.Ljóst er að skólinn mun í öllu fylgja tilmælum landlæknisembættisins en skoðað verður sérstaklega hvernig skólinn geti haldið úti skólastarfi ef til þess kæmi að hefðbundið skólastarf raskist og aðgerðaáætlun fyrir þá sem settir eru í sóttkví liggur þegar fyrir. Öryggisnefnd skólans og stjórnendur hans ákváðu að fresta opnu húsi fyrir nemendur grunnskólans sem átti að verða 9. mars til að draga úr líkum á smiti. Áætlað er að halda opið hús 27. apríl en sú ákvörðun verður endurskoðuð ef á þarf að halda.

Vakin er athygli á því að með breytingum á afgreiðslu matar í mötuneyti má búast við því að afgreiðslan verði aðeins hægari og er fólk beðið að sýna því þolinmæði. Notið alveg endilega sprittstanda við mötuneytið áður en matur er sóttur!

Nemendur MS, starfsfólk og allir aðrir sem erindi eiga í skólann eru hvattir til þess að kynna sér vel leiðbeiningar og tilmæli um fyrirbyggjandi aðgerðir á vef embættis landlæknis. Sjá einnig nánar hér á heimasíðu skólans [Viðbragðsáætlun MS].

Á vef embættis landlæknis er að finna sérstakar leiðbeiningar fyrir ungmenni: Sjá: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Ef-COVID-19-koronaveiran-berst-til-Islands---upplysingar-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR1CL7dHQevbMDyn3_9d2iq-kDQAOPDTFnuHy4_9X_EvnNfIblFW-m8U6AQ.