Haldinn verður fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema í Menntaskólanum við Sund þriðjudaginn 5.september kl. 19:45 í matsal skólans.
Tilgangur fundarins er að skapa góð tengsl við foreldra og forráðamenn nýnema, að kynna skólann og starfsemi hans í vetur og svara fyrirspurnum. Fyrst verður sameiginlegur fundur þar semkynnt verður þriggja anna kerfi skólans og kennslufræði skólans um virkni og ábyrgð nemenda. Einnig verður þar kynning á námsráðgjöfinnni, átaki gegn brotthvarfi, foreldraráðinu og nemendafélaginu. Á seinni hluta fundarins verður hópnum skipt eftir námsbrautum nemenda og skólanámskráin kynnt þ.e. uppbygging brauta, skipulag námsins og hvernig val nemenda fer fram.
Dagskrá:
1. Ávarp. Már Vilhjálmsson rektor
2. Kennslufræði um ábyrgð og virkni nemenda. HelgaSigríður Þórsdóttir, konrektor
3. Námsráðgjöf. Björk Erlendsdóttir og Hildur Halla Gylfadóttir, náms- ogstarfsráðgjafar
4. Hvatning foreldra - seigla nemenda. Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur um brotthvarf nemenda
5. Kynning frá stjórn foreldraráðs
6. SMS. Árni Freyr Baldursson, Ármaður skólafélagsins
7. Hópnum skipt eftir námsbrautum og námskráin kynnt.