Fullt staðnám hefst á mánudag

Mánudaginn 12. apríl hefst kennsla samkvæmt stundaskrá í staðnámi í samræmi við gildandi reglugerð. Kennsla verður með hefðbundnum hætti, heimilt er að blanda hópum og mega 30 manns vera í hverju rými. 

Matsalur verður hólfaskiptur og er sérstaklega mikilvægt að við gætum öll vel að sóttvörnum:

Notum grímur
Sótthreinsum hendur
Virðum fjarlægðarmörk
Nemendur sótthreinsa vinnusvæði í lok hverrar kennslstundar
Upplýsingar um íþróttakennslu berast nemendum frá íþróttakennurum