Frumsýning Thalíu

Thalía, leikfélag MS, frumsýnir í kvöld söngleikinn Pitsh Perfekt í leikstjórn Ásgríms Geirs Logasonar. Sýnt er í Gaflaraleikhúsinu. Uppselt er á frumsýningu en hægt að kaupa miða á sýningarnar 22. og 23. mars á tix.is.