Frábær viðbrögð nemenda og starfsfólks MS við grímuskyldu

Það er aðdáunarvert hve nemendur skólans og starfsfólk var fljótt að tileinka sér nýjar reglur í MS sem bera í sér grímuskyldu í öllu skólastarfi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið undir forystu Lilju Daggar sá til þess að nægar birgðir af grímum voru komnar í hús í morgunsárið löngu áður en skólastarf hófst. Fjölmargir nemendur höfðu greinilega fylgst vel með skilaboðum skólans og mættu galvaskir í skólann með grímu og bros á vör. Engin vandamál varðandi fjarlægðarmörk komu upp í dag og allir virðast tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum til þess að kveða niður faraldurinn. MS-ingar fá því hrós dagsins!