Foreldrafundur þriðjudaginn 4.9.2018

Foreldrafundur fyrir forráðamenn nýnema verður haldinn í matsal Menntaskólans við Sund þriðjudaginn 4. september kl. 19:45.  Áætlaður fundartími er um tvær klukkustundir. 

Tilgangur fundarins er að skapa góð tengsl við foreldra og forráðamenn nýnema, að kynna skólann og starfsemi hans í vetur og svara fyrirspurnum. Fyrst verður sameiginlegur fundur þar sem kynnt verður þriggja anna kerfi skólans og kennslufræði skólans um virkni og ábyrgð nemenda. Einnig verður þar kynning á námsráðgjöfinnni, foreldrasamstarfi, foreldraráðinu og nemendafélaginu. Á seinni hluta fundarins verður hópnum skipt eftir námsbrautum nemenda og skólanámskráin kynnt þ.e. uppbygging brauta, skipulag námsins og hvernig val nemenda fer fram. Það er von okkar að sem flestir foreldrar/forráðamenn sjái sér fært að mæta á fundinn.