EKKO ferlar

Á skólaárinu hefur verið unnið í stefnu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreiti og ofbeldi í skólanum (EKKO). EKKO stefnan og verkferlar er nú aðgengileg á á heimasíðunni. Það er mikilvægt að nemendur og starfsfólk þekki EKKO ferlana og viti í hvaða farveg slík mál fara. Þriðjudaginn 31. janúar kynntu kennslustjóri, feministafélagið og hagsmunaráð EKKO ferlana fyrir nemendum í matsal skólans. Fyrir þau sem misstu af kynningunni bendum við á umfjöllun um þá á Instagram síðu skólans og meðfylgjandi glærur.