Dagskrá nemendafélagsins fyrir nýnemavikuna

Mánudagur


Nýnemaferð í Viðey. Nýnemar mæta í skólann kl. 8:30 og lagt af stað frá MS í rútum kl. 9. Gert ráð fyrir að koma tilbaka í MS um kl. 14. Skemmtun og grill í Viðey. Nýnemar þurfa ekki að mæta  í tíma að ferð lokinni þennan dag og greiða ekkert fyrir ferðina.


Þriðjudagur


Nemendafélagið sér myndatöku á nýnemum á skólatíma fyrir skólakort og Innu. Skipulagt í kringum kennslustundir (nemendur eru ekki sóttir í tíma). Hver og einn nemandi ræður því hvort hann vill láta taka mynd af sér. Myndir verða eingöngu notaðar af skólanum og nemendafélaginu.
Listafélagið heldur uppi stemningu í matsalnum í hádeginu.
Nýnemakvöld í skólanum kl. 19. Pizzur, leikir og nefndir kynna sín störf.


Miðvikudagur


Nýnemablaðið kemur út.


Fimmtudagur


Tónlist/skemmtun í hádeginu í matsalnum.
Nýnemaball verður í Austurbæ um kvöldið og er eingöngu fyrir nemendur skólans.