Brunaæfing fór fram í MS í dag

Í dag 31. október var haldin æfing á rýmingu skólans. Æfingin var haldin af öryggisnefnd skólans og undirbúin með því að tilkynna hana fyrirfram og hvetja starfsfólk til þess að kynna sér hlutverk sitt ef til rýmingar kæmi. Nemendur fengu upplýsingar um rýminguna samdægurs með tölvupósti ásamt leiðbeiningum um hvernig ætti að bera sig að.

Í kjölfarið tekur öryggisnefnd skólans við athugasemdum er snúa að rýmingunni og farið verður yfir ferlið með gagnrýnu auga.

Skemmst er frá því að segja að brunaboðar voru settir í gang, viðbragðsáætlun fylgt eftir og húsið autt á innan við fjórum mínútum. Önnur æfing mun fara fram á vormánuðum.