Breytingarnar í MS í umsókn um nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Þó svo að þemað við veitingu nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 væri rafrænar nýjungar og samvinna ákvað Menntaskólinn við Sund að leggja inn verkefnið : "Frá miðstýrðu bekkjarkerfi að nemendastýrðu námi í Menntaskólanum við Sund" Teknar eru saman markmið breytinganna við MS, aðferðir, útfærsla og mælingar á árangri af breytingunum í sérstöku fylgiskjali sem fylgdi með umsókninni. Lesa má um þetta breytinga- og nýsköpunarverkefni MS hér á vefnum [ Sjá fylgiskjal með umsókninni] en skjalið er einnig aðgengilegt á heimasíðunni undir fræðsluefni/skýrslur og úttektir.