Hér í viðhengi er bréf ríkislögreglustjóra til nemenda og forráðamanna þeirra frá 11.3.2020 Bréf almannavarna til nemenda foreldra og forráðamanna 110320.pdf. Sama bréf á ensku: To parents and guardians_English.pdf og svo á pólsku: To students parents and guardians_polish_110320.pdf.
Grunnskilaboðin frá ríkislögreglustjóra eru þessi:
✓ Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.
✓ Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.
✓ Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.
✓ Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.
✓ Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.
✓ Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.
Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar.