Brautskráning stúdenta 9. mars 2019

Í dag voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í MS 15 nýstúdentar frá Menntaskólanum við Sund. Fjórtán þeirra voru að ljúka stúdentsprófi samkvæmt nýrri námskrá en einn nemandi lauk prófi af málabraut - hugvísindasviði sem tilheyrði eldri námskrá skólans þegar bekkjarkerfið var í MS.  Alls voru að þessu sinni brautskráðar 8 stúlkur og 7 piltar.  Að lokinni þessari athöfn hafa því verið brautskráðir frá skólanum 7158 stúdentar úr bekkjarkerfinu og 161 stúdent úr hinu nýja þriggja anna kerfi MS eða alls 7319 stúdentar frá stofnun skólans.