Brautskráning að lokinni haustönn 2019

Brautskráning stúdenta að lokinni haustönn 2019 fór fram í skólanum 30.11.2019. Þetta er í fimmta sinn sem stúdentar eru brautskráðir skv. nýrri námskrá skólans. Að þessu sinni voru það 18 nemendur sem voru brautskráðir sem stúdentar, ellefu piltar og sjö stúlkur. Fjórir voru brautskráðir af líffræði-efnafræði línu náttúrufræðibrautar og fjórtán nemendur voru brautskráðir af félagsfræðabrautinni. Þar af voru 9 nemendur á hagfræði- stærðfræðilínu og fimm á félagsfræði-sögulínu. Heildarfjöldi stúdenta frá MS frá upphafi er því orðinn 7338 og þar af hafa verið útskrifaðir 7158 stúdentar úr bekkjarkerfinu og 180 frá nýrri námskrá skólans.

Menntaskólinn við Sund óskar nýstúdentunum innilega til hamingju með áfangann og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum.