Brautskráning 29. maí 2021.

Laugardaginn 29. maí voru brautskráðir 169 nýstúdentar frá Menntaskólanum við Sund, 86 af náttúrufræðibraut og 83 af félagsfræðabraut. Athöfnin var haldin í Háskólabíó og að þessu sinni voru eingöngu útskriftarnemar og örfáir starfsmenn viðstaddir athöfnina en henni var streymt og þannig gátu foreldrar og aðrir aðstandendur fylgst með.

Dúx skólans er Karen Sif Arnarsdóttir sem útskrifaðist af eðlisfræði-stærðfræðilínu og semidúx er Ísabella Anna Steingrímsdóttir sem útskrifaðist af hagfræði-stærðfræðilínu.

Nýstúdent Vigdís Helga Einarsdóttir ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta.

Við óskum nýstúdentunum hjartanlega til hamingju með áfangann.

Helga Sigríður Þórsdóttir rektor MSKaren Sif Arnarsdóttir Dúx MS 2021

Ísabella Anna Steingrímsdóttir Semidúx MS 2021