Aukin þjónusta við nemendur sem þurfa lesin próf

Nemendaþjónusta skólans vinnur nú að því að auka þjónustu við nemendur sem þurfa upplestur í prófum. Markmiðið er að allir nemendur sem það þurfa fái lesin próf í öllum námsgreinum. Tækninni fleytir hratt áfram í þessum efnum og við munum notast við tæknilausnir til að geta mætt þörfum nemenda á einfaldari hátt en áður.

Allir nemendur sem hafa sýnt fram á greiningargögn vegna dyslexíu og/eða ADHD/ADD hafa fengið boð um þjónustu vegna lesinna prófa þar sem þeir eru beðnir um að svara könnun þess efnis. Þegar ljóst er hverjir munu þiggja þjónustuna verður haldið stutt námskeið fyrir nemendur þar sem þeir læra á nauðsynleg tæki og tól og gangast undir samning um heiðarleika í námi. Fyrirspurnir vegna verkefnisins berist til kennslustjóra á kennslustjori@msund.is.