Afburðamæting á skólaárinu 2017-2018

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að 26 nemendur skólans voru með afburða mætingu á síðasta skólaári yfir allar þrjár annirnar.

Afburða mæting er skilgreind þannig að mæting á hverri önn skólaársins fari ekki undir 98% og að ekki hafi verið skráðar fleiri en 10 veikindastundir og ekki veitt fleiri en 5 leyfi samtals á skólaárinu. Umbunin fyrir afburða mætingu er endurgreiðsla á innritunargjaldi í skólann.

Menntaskólinn við Sund  óskar þessum nemendum innilega til hamingju með þennan árangur.