Að ferðast innanlands til Parísar og ár teiknimynda

Það hefur mikið mætt á kennurum undanfarið ár við að laga sig að breyttum starfsháttum og finna lausnir.
Eitt af úrlausnarefnunum var kennsla frönskuáfangans FRAN2PA05 þar sem markmiðið og helsta aðdráttaraflið er þriggja daga menningarferð til Parísar. Þegar ljóst var að ekkert yrði um ferðalög til útlanda í ár var ákveðið að kenna áfangann innanlands en áður hafði skráðum nemendum boðist að skrá sig úr áfanganum. Nemendur fengu fræðslu um heimsborgina og með hjálp tækninnar (sýndarveruleika og stuttmynda) gátu nemendur farið á söfn og ferðast um stræti Parísar en í stað þess að snæða á frönskum veitingahúsum spreyttu nemendur sig á franskri matargerð.  

Nemendur og Petrína Rós frönskukennari í kennslueldhúsi Vogaskóla

On fait la cuisine

Salade niçoise, tarte aux poires et quiche Lorraine


Bon appetit!


Nemendur í hinum franska valáfanganum FRAN2ES05 tóku þátt í frönskukeppni ársins 2021 sem var haldin þann 20. mars á degi franskrar tungu. Viðfangsefni keppninnar var valið í samræmi við ríkjandi ár myndasögunnar í Frakklandi: „Vive la BD !“ Nemendur unnu í pörum og urðu að skila 2-4 mínútna löngu myndbandi með tveggja mínútna tali á frönsku. Til að undirbúa sig undir verkið fóru nemendur í vettvangsferð í teiknimyndaútgáfuna Frosk þar sem Jean Posocco ræddi um heim teiknimynda á frönsku.

Teiknimyndaútgáfan Froskur


Fjórir framhaldsskólar Kvennó, MH, MR, og MS tóku þátt og sendu 15 myndbönd eftir alls 25 nemendur. Allir þátttakendur fengu þakkarbréf fyrir þátttökuna undirritað af sendiherranum Graham Paul, Félag frönskukennara á Íslandi bætti við smá kveðju og súkkulaðiglaðningi og Petrína frönskukennari MS gaf nemendunum 11 eina rauða rós.

Hluti hópsins með viðurkenningar ásamt Petrínu Rós frönskukennara