Opið hús á starfsbraut

Mánudaginn 27. janúar verður opið hús á starfsbraut MS frá kl. 14:00-16:00. Opna húsið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í 10. bekk og aðstandendur þeirra. Á opnu húsi gefst gestum tækifæri til að kynna sér nám á brautinni, aðstöðu og ræða við starfsfólk. Nánar má lesa um starfsbraut í MS hér.