Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk

Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í Menntaskólanum við Sund verða haldnar á eftirfarandi dagsetningum:

  • Miðvikudagur 26. febrúar kl. 15-16
  • Fimmtudagur 6. mars kl. 15-16
  • Mánudagur 7. apríl kl. 15-16

Á kynningunum verður námsframboð og skipulag námsins kynnt. Nemendur úr stjórn SMS kynna félagslífið.

Skráning nauðsynleg - takmarkað sætapláss á hverri kynningu. Því miður getum við ekki tekið á móti forsjárfólki en þann 26. mars kl. 16-18 verður opið hús í MS fyrir gesti og gangandi þar sem öll eru velkomin. MS tekur einnig þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð í Laugardalshöll dagana 13.-15. mars þar sem hægt er að kynna sér námið í MS.

SKRÁNING miðvikudaginn 26. febrúar

SKRÁNING fimmtudaginn 6. mars

SKRÁNING mánudaginn 7. apríl