Aðgerðaráætlun um forvarnir

Markmið og aðgerðir sem styðja við forvarnarstefnu skólans

Að vekja nemendur til umhugsunar um eigin heilsu og vellíðan, um hæfileika sína, styrkleika og veikleika og styrkja með því sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust

  • Að nemendur viti hvert og til hverra þeir geti leitað stuðnings og hjálpar innan skólans og utan ef þeir lenda í áföllum og erfiðleikum
  • Að hvetja nemendur til náms og tómstundastarfa og gera þá meðvitaða um hvaða þýðingu það hefur fyrir framtíð þeirra
  • Að veita nemendum stuðning og aðhald
  • Að bæta almenna heilsueflingu ungs fólks í samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og forvarnarfulltrúa frá öðrum framhaldskólum hverfisins
  • Forvarnarfulltrúi mætir á fundi reglulega með verkefnastjóra Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og öðrum forvarnarfulltrúum hverfisins.
  • Forvarnarfulltrúi sækir erindi sem hann getur miðlað áfram
  • Að vinna gegn notkun á áfengi, tóbaki og öðrum vímuefnum og að stuðla að því að nemendur verði meðvitaðir um að þeir hafi val og taki ábyrgð á lífi sínu
  • Að fræða nemendur um afleiðingar og hættu af neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna t.d. í formi fyrirlestra og umræða
  • Að standa fyrir fræðslufyrirlestrum fyrir nemendur og starfsfólk
  • Að stuðla að samvinnu við þá aðila sem vinna að forvörnum í sveitarfélaginu
  • Séraðgerðir í tengslum við skemmtanir og viðburði á vegum skólans t.a.m. dansleikir
  • Tryggja starfsemi edrúpotts og gera hann eftirsóknaverðan

Að styrkja félagsþroska, félagstengsl og umhyggju og auka virðingu í samskiptum á milli nemenda sjálfra og nemenda og starfsfólks

  • Að efla félagsstarf innan skólans í samstarfi við nemendafélag skólans
  • Að sporna gegn einelti innan veggja skólans með að skipa í eineltisteymi sem fer yfir eineltisáætlun skólans og upplýsir annað starfsfólk um áætlunina
  • Fræða starfsmenn og nemendur um réttindi þeirra í málum tengdum kynferðislegri áreitni eða hvers kyns öðru ofbeldi

Síðast uppfært: 08.04.2019