- Nemendur virði verkstjórn kennara.
- Nemendur mæti stundvíslega.
- Nemendur mæti með kennslubækur og önnur námsgögn.
- Nemendur taki virkan þátt í náminu og stuðli að góðum vinnuanda.
- Nemendur stilli margmiðlunartæki sín á þögn eða hafi slökkt á þeim.
- Nemendur nýti fartölvur aðeins til náms í viðkomandi kennslugrein.
Viðbrögð við agabrotum
- Kennari skal ávíta nemendur sem spilla vinnufriði.
- Kennara er heimilt að vísa nemanda, sem spillir vinnufriði, úr kennslustund. Kennari skal upplýsa kennslustjóra um atvikið sem og önnur alvarleg agabrot.
- Kennslustjóri skráir slík atvik, ræðir við nemendur sem verða uppvísir að alvarlegum agabrotum og upplýsir jafnframt forráðamenn ólögráða nemenda um málið. Kennslustjóri vísar eftir atvikum máli áfram til rektors.
- Rektor getur áminnt nemanda og vísað úr skóla ef áminningu er ekki sinnt. Brottvísun getur verið tímabundin eða varanleg eftir eðli máls.
Telji nemendur kennara ekki tryggja vinnufrið í kennslustund geta þeir komið kvörtunum til konrektors eða rektors.
Síðast uppfært: 09.08.2017