Til þess að draga úr líkum á því að nemandi hrökklist frá námi, vegna of mikils álags og slakrar ástundunar hefur skólinn sett í námskrá sína ákvæði um námsframvinduúrræði sem miðar að því að álag á nemanda sé í samræmi við ástundun og árangur. Þetta ákvæði virkar þannig að hafi nemandi ekki sinnt náminu á þeirri önn sem er að ljúka verður fjöldi áfanga sem hann fær að taka á önninni eftir takmarkaður í samræmi við þá getu sem hann hefur sýnt.
Reglur um úrræði gagnvart þeim sem ekki sinna námi og brjóta reglur um ástundun
Nemandi sem er undir 85% í mætingu í lok annar telst hafa brotið skólareglur. Nemandinn fær aðeins að taka hluta náms, tvo eða þrjá áfanga auk íþrótta, á næstu önn og þar með fær hann sveigjanleika og tækifæri til að bæta mætingu sína. Mæti nemandi yfir 85% á þeirri önn fær hann að taka fullt nám á næstu önn á eftir. Takist það ekki verður hann áfram í tveimur áföngum auk íþrótta.
Verklagsreglur skólans varðandi þá sem falla undir ákvæði reglna um námsframvinduúrræðið
Við lok hverjar annar þegar ljóst er hver ástundun nemenda hefur verið á þeirri önn sem er að líða funda rektor, kennslustjóri og námsráðgjafar og bera saman gögn um ástundun og námsárangur í einstökum áföngum. Úrskurður um hvernig námsframvinduúrræðinu er beitt er alltaf tekinn á grundvelli þessa samanburðar á mætingu og einkunnum. Markmið þessa ákvæðis er að stilla af námsálag á nemendur sem mæta illa til samræmis við getu þeirra á sérhverjum tíma.
Kennslustjóri sendir nemendum tilkynningu um beitingu úrræðisins að loknum umræddum fundi en nemendur geta gert athugasemdir við þá ákvörðun skólans áður en auglýstur frestur til töflubreytinga rennur út.
Athugasemdir við ákvörðun um beitingu námsframvinduúrræðis verða að berast skrifstofu með rökstuddum og formlegum hætti á msund@msund.is
Síðast uppfært: 06.01.2023