Orðsending til foreldra vegna hækkunar á gjaldi í foreldraráð MS

Kæru forráðamenn,

Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir stuðning við Foreldraráð MS sem erum við öll.

Árið 2017 var upphaf þess að gjald var sett, sem rann til foreldraráðs MS. Í upphafi var ekki ljóst hvernig sjóðurinn myndi þróast og í hvað nákvæmlega peningarnir færu.

Edrúpotturinn hefur nú sýnt gildi sitt og er mikilvægur þáttur í að styðja og efla krakkana til að forðast áfengi. Á síðasta skólaári var tekin ákvörðun hjá skólanum að skylda alla nýnema að blása við komu á ball. Sem hefur aukið þátttöku nemenda í pottinum til muna, sem er vel. Við hvert ball rennur í heildina 150.000 kr. í gjafakort, sem um 30 nemendur njóta góðs af og böllin eru fjögur á skólaári. Við viljum styrkja þennan pott enn frekar. Einnig veitum við styrki til skólastarfsins, kaupum fyrirlestra fyrir okkur forráðamenn og nemendur. Allar ábendingar um fyrirlestra eða málefni eru vel þegnar.

Gjaldið hefur verið óbreytt frá árinu 2017 eða 350 kr á önn. Til að tryggja að við getum viðhaldið og eflt þetta mikilvæga starf hefur verið ákveðið að hækka gjaldið úr 350 kr. í 1.000 kr. á önn frá og með vetrarönn 2024-2025. Þessi hækkun er nauðsynleg til að við getum áfram haldið að vaxa og dafna með hagsmuni ungmennana okkar að leiðarljósi.

Fyrir foreldra með tvö eða fleiri ungmenni í skólanum þarf einungis að greiða fyrir eitt ungmenni. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu skólans ef þetta á við um ykkur!

Með bestu kveðjum,

Stjórn foreldraráðs MS

Síðast uppfært 7.11.2024