Vinir um vatnið
Alls taka tveir kennarar og sjö nemendur við MS þátt í Nordplus verkefni sem unnið er í samstarfi við Aurehøj Gymnasium í Danmörku, SE-Katedralskolan í Svíþjóð og FO-Glasir í Færeyjum. Verkefnið stendur yfir í tvö ár frá ágúst 2019 til ágúst 2021. Tilgangurinn er auka áhuga á norrænu samstarfi með notkun norrænna tungumála og fjalla um norræna menningu. Fjallað verður um vatn út frá ólíkum sjónarhornum mannsins, náttúru og menningu. Nemendur vinna verkefni um vatnið í listgrein. Kennarar halda þriggja daga samstarfsfund í Lundi í Svíþjóð í janúar 2020. Kennarar og nemendur fara í þriggja daga námsferð til Gentofte í Danmörk vorið 2020. Kennarar frá þátttökuskólunum halda ráðstefnu í MS í mars 2021 þar sem alls um tuttugu kennarar taka þátt. Kynntur verður afrakstur verkefnisins Vinir um vatnið sem og aðferðir og vinnuferlið.
- Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, fagstjóri félagsgreina og sögukennari
- Guðrún Benedikta Elíasdóttir, fagstjóri listgreina, menningarfræða og íþrótta og kennari í myndlist og leirmótun