Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.
Í neyðartilvikum ætti alltaf að hringja í EINN EINN TVEIR. Líka hægt að hafa samband við neyðarvörð á netspjallinu á 112.is. Alltaf opið!
Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is Trúnaður og nafnleynd. Veita sálfélagslegan stuðning, hlustun, ráðgjöf og upplýsingar um úrræði á Íslandi.
Neyðarmóttakan er fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún er staðsett á Bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi.
Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bergið- headspace- er stuðnings og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri.
Píeta samtökin-veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra.
Stígamót er ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðislofbeldi
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýisngar fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri.